Hverskonar aðgerðir eru gerðar við brjóstakrabbameini? Fleygskurður og brjóstnám
|
Hvað er talin æskilegasta aðgerðin við brjóstakrabbameini? Fleygskurður – það er minnsta inngripið
|
Hvenær er gerð uppbygging eftir brjóstnám? Getur verið; 1. engin, 2. tafarlaus, 3. síðbúin
|
Í aðgerð á brjóstakrabba, til hvers er tekið eitla? Það er alltaf tekið eitla; annaðhvort til sýnatöku eða út af þekktum meinvörpum
|
Hvað er varðeitilstaka? Í aðgerð þegar eitlar eru teknir fyrir sýnatöku
|
Hvað er holhandarhreinsun? Í brjóstaaðgerð þegar eitlar eru teknir út af þekktum meinvörpum
|
Hversu stór aðgerð er fleygskurður? Minnsta inngripið. Þetta er dagaðgerð og sést oft mjög lítið á brjóstinu
|
Hvað er fleygskurður með minnkunartækni? Stundum eru stór brjóst minnkuð í fleygskurðinum, þá er hitt náttl líka minnkað til samræmis
|
Hvernig er eftirmeðferð fleygskurðs? Eftirlit hjá skurðlækni eftir 2 vikur, eftirlit hjá hjúkrunarfræðing eftir þörfum. Fólk frá vinnu í 3 vikur
|
Hvernig er fólk á verkjum eftir fleygskurð á brjósti? Litlir verkir – Paratabs og Celebra í nokkra daga
|
Hvernig er geislameðferð eftir fleygskurð á brjósti? Meðferð er í 1 eða 3vikur, fjöldi fer eftir tegund sjúkdóms. Gesilar gefnir á hverjum degi. Hefst 6-8 vikum eftir aðgerð. en 4 vikur eftir lyfjameðfeðr ef hún fékkst eftirá.
|
Brjóstnám |
Hvað er brjóstnám? Aðgerð við brjóstakrabba þar sem brjóstið er alveg tekið. Fólk er eina nótt á spítala
|
Hverskonar íhlutir eru eftir brjóstnám? Stundum sett dren – haft max í 10 daga.
|
Hvernig er fólk á verkjum eftir brjóstnám? Yfirleitt ekki þörf á sterkum verkjalyfjum, Paratabs og Celebra í ca viku
|
Hvernig er eftirlit eftir brjóstnám? Hjúkrunarfræðingi brjóstamiðstöðvar ca 7dögum eftir aðgerð. Brjóstaskurðlækni 2-3 vikum eftir aðgerð. Frá vinnu í 3-4 vikur
|
Hvenær fær fólk sílíkon brjóst í brjóstahaldara eftir brjóstnám? 4vikum eftir aðgerð ef allt grær vel
|
Uppbyggingar eftir brjóstnám |
Hvað er tafarlaus uppbygging? Uppbygging á brjósti um leið og brjóst er fjarlægt
|
Hvað er síðbúin uppbygging ? Uppbygging á brjósti eftir að krabbameinsmeðferðum líkur. Eftir geislameðferð þarf að líða 1 ár
|
Hverskonar tegundir brjósta uppbyggina eru til? Púða uppbygging og uppbygging með eigin vef
|
Hvenær er hægt að framkvæma púða uppbyggingu eftir aðgerð á brjósti? Getur verið tafarlaust eða síðbúið
|
Hvenær er hægt að framkvæma uppbyggingu með eigin vef eftir aðgerð á brjósti? Einungis síðbúin
|
Hvernig virkar púða uppbygging brjósta? Tveggja þrepa algengust, þar sem byrjað er með vefjaþenjara sem er síðan skipt út fyrir púða
|
Er einhver frábending fyrir púða uppbyggingu á brjóstum? Geislameðferð
|
Hvernig virkar brjósta uppbygging með eigin vef? Gert síðbúið þar sem flipi er tekin af kvið eða baki. Stundum er minnkun eða lyfting á heilbrigða brjóstinu
|
Hvernig virkar vefjaþenjari? |
Hverjir eru kostir uppbyggingar á brjósti? Öryggi, líðan og vilji að vera með tvö brjóst; lífsgæði, symmetría, brjóstaskora
|
Hverjir eru gallar uppbyggingar á brjósti? Tekru tíma, fylgykvillar, kalt-tilfinningalítið brjóst, munur á brjóstum, lengri aðgerð, lega og kynnjast nýju brjósti
|
Frábendingar fyrir uppbyggingu á brjóstum; Reykingar, BMI (>31-32), undirliggjandi sjúkdómar og verkjavandamál. Fyrirhugðuð geislameðferð, og meðferðir framundan
|
Hvernig ætti að haga brjóstauppbyggingu í aðgerð á brjóstum við krabbameinum ef geislameðferð og eða ýmsar meðferðir eru framundan sjúkling? Gera frekar síðbúna uppbyggingu
|
Hverjir eru mögulegir fyægikvillar brjóstaaðgerða? Sýking, blæðing, verkir
|
Hverskonar fylgikvillar geta komið upp við púðauppbyggingar? Drep í húð vegna skerts blóðflæðis
|
Hverjir eru mögulegir síðbúnir fylgikvillar púðauppbygginga? Verkir, púði snýst og rof á púða
|
Hverskonar ákvörðun stendur sjúklingur frammi fyrir á leiðinni í aðgerð vegna brjóstakrabbameins? Stundum hægt að velja milli fleygskurðar og brjóstnáms, og uppbyggingu eða ekki.
|