Mat á heilsufarsástandi fyrir aðgerð
Ábeding f. svæfingu/deyfingu |
Tegund, eðli, tímalengd aðgerðar. |
Val á svæfinga/deyfingaaðferð |
Heilsa sjúklings, ASA flokkun, aldur, þyngd og tegund aðgerðar |
Heilsufarssaga |
Upplýsingar úr sögu/heilsugátt, BÞ, DM, reykingar, áfengi, fíkniefni, tannstatus, fræðsla um föstu, fyrri reynsla af svæfingu, fyrirbyggja aukaverkanir, fræðsla um svæfingarferlið, minnka kvíðaValin svæfingaraðgerð og gerð svæfingaráætlun |
ASA flokkun |
Flokkunin byggist á læknisfræðilegu mati á líkamlegu ástandi sjúklinga og er hún undirstaða svæfingaáætlunar og vöktunar sjúklings í aðgerð |
ASA 1 |
Heilbrigður einstaklingur, reykir ekki, engin eða lítil áfengisneysla |
ASA 2 |
Sjúklingur með vægan kerfisbundin sjúkdóm. T.d. reykir, samkvæmisdrykkja, þungun, offita 30 < BMI < 40, vel meðhöndluð sykursýki/háþrýstingur, vægur öndunarfærasjúkdómur |
ASA 3 |
Sjúklingur með alvarlegan kerfisbundin sjúkdóm. t.d. kransæðasjúkdómur, sykursýki með æðaskemmdum, ílla meðhöndlaður háþrýstingur, öndunarbilun COPD, áfengissýki, lifrarbólga, sjúkleg offita (BMI ≥40) |
ASA 4 |
Alvarlegur kerfisbundin sjúkdómur sem ógnar stöðugt lífi sjúklings t.d. nýlegt (< 3 mánuðir) hjartadrep/heilablóðfall/TIA/kransæðasjúkdómur/stent > 3 mán mikil hjartabilun, angina í hvíld, langt gengin lungna -, nýrna- eða lifrarbilun |
ASA 5 |
Dauðvona sjúklingur sem mun ekki lifa af án aðgerðar t.d. rof á abdominal/thoracic aneurysma, fjöltrauma, mikil heilablæðing |
ASA 6 |
Sjúklingur hefur verið úrskurðaður heiladauður og líffæri fjarlægð til líffæragjafar |
Svæfing
Svæfingarlyfin: Triad of Anaesthesia |
1. Meðvitundarleysi |
2. Verkjastilling |
3. Vöðvaslökun |
3 tímabil svæfingu |
Innleiðsla svæfingar (induction) |
Sjúklingur er svæfður |
Viðhald svæfingar (maintenance) |
Sjúklingi haldið sofandi |
Vöknun (emergence) |
Sjúklingur vakin |
Lyf gefin í 3 tímabilum svæfingar |
1.Innleiðsla svæfingar |
Svæfingalyf gefin í æð |
2.Viðhald svæfingar |
Svæfingagös eða svæfingalyf í sídreypi |
Verkjalyf |
Stutt eða langverkandi; bólusar/sídreypi |
Vöðvalamandi lyf |
Fyrir barkaþræðingu og skurðaðgerð |
Tegund lyfja |
Svæfingalyf notuð í innleiðslu og viðhaldsvæfingar |
Própófól (Diprivan®) |
Mest notaða svæfingalyfið við innleiðslu og viðhald svæfingar og einnig í slævingu. Sjúklingur sofnar fljótt á 15-30 sek. Stuttverkandi |
Kostir |
Sjúklingur sofnar og vaknar fljótt. Lítil ógleðihætta og berkjuvíkkandi |
Ókostir |
Sársauki við gjöf, æðavíkkandi og lækkar blóðþrýsting |
Svæfingargös |
Notuð til viðhalds svæfingu |
Sevoflurane, Desflurane ® |
Rökgjörn, fljótandi efni sem breytast í lofttegundir í sérstökum gastönkum. Gefin með súrefni. |
Önnur lyf |
Verkjalyf |
Fentanyl og remifentanyl |
Fentanyl: (Leptanal) |
100x sterkara en morfín. Gefið í lágskömmtum við deyfingar og slævingu |
Remifentanyl: |
Bara gefið í aðgerð |
Staðdeyfilyf: |
Gefið í og eftir aðgerð |
Bólgueyðandi lyf |
Gefið í og eftir aðgerð:(NSAID), Parasetamól |
Vöðvaslakandi lyf |
Blokkera taugaboð við taugavöðvamót beinagrindavöðva (koma í veg fyrir afskautun og samrátt) og verka eingöngu lamandi, hafa ekki áhrif á meðvitund |
Lyf án afskautunar (non-depolarizing muscle relaxants). |
Afskautandi lyf (depolarising muscle relaxants) |
Robinul/Neostigmin (Glycopyrrolatum/neostigmin): |
Lyf án afskautunar |
Rocuronium: (Esmeron) |
Notuð til að auðvelda barkaþræðingu og fá slökun á vöðvum til að auðvelda framkvæmd skurðaðgerða. Gefin í byrjun aðgerðar og eftir því sem þörf krefur í aðgerðinni. |
Afskautandi lyf |
Suxamethonium |
Lyf sem eru eingöngu notuð í bráðaaðgerðum í innleiðslu svæfingar. |
Robinul/Neostigmin |
Glycopyrrolatum/neostigmin |
Gefið í lok aðgerðar en þau hemja verkun vöðvaslakandi lyfja. Vöðvaslökun á að vera yfirstaðinn þegar sjúklingur vaknar |
Róandi lyf og önnur lyf |
Midazólam: (Dormicum) |
Benzodiazepine |
Önnur lyf til að hindra ógleði og uppköst og hækka blóðþrýsting |
Slæving
Stundum eru aðgerðir gerðar í staðdeyfingu, þá fá sjúklingar oft slævingu ef þeir óska þess t.d. ef þeir eru mjög kvíðnir |
Lyf: |
Svæfingalyf í æð, róandi lyf og verkjalyf notuð í litlum skömmtum |
Áhrif: |
Dregur úr kvíða og óþægindum, sjúklingur slakar á og sofnar. |
Tegundir aðgerða: |
Deyfing og staðdeyfing |
|
|
Deyfingar
Mænudeyfing (spinal) |
Staðsetning |
Milli hryggatinda fyrir neðan L2 |
Lyf |
Þá er sprautað staðdeyfilyfjum og stundum verkjalyfjum sem blandast mænuvökva og deyfir mænutaugarnar inn í mænugöngunum |
Ábending |
Aðgerðir á þvagfærum, ganglimum og í keisara |
Virkni |
Sjúklingur er ekki svæfður í skurðaðgerðinni en fær oft slævingu. Sjúklingur dofnar á u.þ.b. 5 mín. og deyfingin virkar í 3-5 klst. |
Utanbastsdeyfing (epidural) |
Staðsetning |
Milli hryggjatingda neðan L2. Í epidural bil |
Aðferð |
Þá er epidural leggur þræddur gegnum nálina sem er síðan fjarlægð og liggur þá leggurinn eftir í epidural bilinu. |
Affected areas |
Hægt að leggja deyfingu á lumbar og thorax bili fer eftir tegund aðgerðar |
Tímalengd leggs |
Dagar eða vikur. Meðan verkjadeyfingar er þörf og engir fylgikvillar |
Lyf |
Deyfinga- og verkjalyf; BFA sídreypi gefið í legg; (búkaín-fentýl-adrenalín) |
Virkni |
Deyfingalyfið dreifist yfir Dura og verkar beint á taugarætur mænutauga og deyfir þær á afmörkuðu svæði en dreifist ekki í mænuvökvanum. |
Ábending |
Skurðaðgerð, fæðing og verkjameðferð |
Opnar skurðaðgerðir á brjóstholi, kviðarholi og grindarholi. Alltaf svæfing |
Konur í fæðingu |
Verkjameðferð eftir aðgerð |
Mænu- og utanbastsdeyfing |
Við mænu- og utanbastdeyfingar eru allar þrjár tegundir taugaróta mænutauganna deyfðar Áhrif deyfingar fer er eftir því hvort það er mænudeyfing eða utanbastdeyfing |
Autonomiskar (ósjálfráða taugakerfið) |
Sympatikus blokk, æðaútvíkkun, blóðþrýstingslækkun, hitatilfinning í fótum (mænudeyfing) |
Sensoriskir taugaþræðir (húðskyn) |
Húðskyn, sársauka og hitaskyn hverfa, (snertiskyn til staðar í epidural deyfingu) |
Motorískir taugaþræðir (afltaugar) |
Hreyfigeta. Dofna alltaf við spinal, hreyfilömun, ekki við epidural |
Aukaverkanir mænu– og utanbastsdeyfinga |
Áhrif á ósjálfráða taugakerfið |
BÞ fall og bradycardia |
Ógleði - uppköst |
Kláði |
Þvagteppa |
Sýking á stungustað |
Mænuhöfuðverkur |
Frábendingar |
Andmæli sjúklings |
Blæðingartilhneiing |
Spinal eða epidural hematoma |
Blóðþynning |
Vökvaskortur |
Leiðrétta þarf vökvaskort með vökvagjöf áður en deyfing er lögð |
Sýking á stungustað |
Anatómískar anomalíur |
Bakverkir |
Pre Op - Fyrir aðgerð
Tilgangur föstu |
Minnka hættu á fylgikvillum tengsl. v. svæfingu/deyfingu |
Föstu reglan: Matur |
Ekki má borða mat síðustu 6 klst. fyrir komu á spítalann |
Föstu reglan: Vökvi |
Drekka tæran drykk (1-2 glös) allt að 2 klst fyrir aðgerð |
Kvíði fyrir aðgerð |
Svæfingin: |
Vakna í aðgerð, vakna ekki eftir aðgerð, hafa ekki stjórn, vita ekki hvað gerist, ísetning deyfingar |
Umhverfi skurðstofunnar |
Ógleði og uppköst |
Skurðaðgerð |
Fyrri reynsla af skurðaðgerð, áhyggjur af útkomu aðgerðar , fylgikvillar, hræðsla við að greinast með krabbamein, breyting á líkamsímynd, verkir og vanlíðan eftir aðgerð, nreyting á tíma aðgerðar eða hætt við aðgerð og hræðsla við að deyja í aðgerð |
Afleiðingar kvíða |
Áhrif á bataferlið, kvíði og þunglyndi eftir aðgerð, aukin þörf fyrir svæfingalyf, auknir verkir, seinkun á sáragróanda, aukin hætta á sýkingu, verri útkomu og lengri dvöl á sjúkrahúsi |
Klínísk einkenni kvíða |
Hækkaður blóðþrýstingur Hraður púls Kaldar hendur Samandregnar æðar Sviti Tíð þvaglát Munnþurrkur |
|
|
Hjúkrun sjúklinga í svæfingu og deyfingu
Starfssvið svæfingarhjúkrunarfræðinga |
Tryggja öryggi, vakta lífsmörk, gefa lyf, vökva og blóð |
Undirbúa svæfingu/deyfingu út frá |
Heilsufari sjúklings, svæfingaráætlunar og tegund aðgerðar |
Yfirfara og stilla svæfingavél, taka til lyf, blanda lyfjadreypi, yfirfara tæki og búnað, sog og önnur áhöld sem þarf að nota |
Vinna í teymi með svæfingalæknum. Sjá sameiginlega um að hefja og ljúka hverri svæfingu/deyfingu |
Í upphafi svæfingar gefur annað hvort svæfingalæknir eða svæfingahjúkrunarfræðingur innleiðslulyf eða sér um öndunarveg sjúklings |
Vöktun í svæfingu/deyfingu |
Öndun |
Viðhalda opnum loftvegi |
Fyrirbyggja ásvelgingu, meta SPO, tidal volume, mínútumagn og O2gildi |
Fylgjast með |
Þrýsting í öndunarveg, útönduðu CO2 og útlit Capnograf kúrvu |
Mela og meta blóðgös |
Blóðrás |
Fylgjast með |
Starfsemi hjarta, hjártsláttatakt, hraða og BÞ |
Meta |
Blóðjafnvægi, blóðtap, blóðgjöf og verkun lyfja á blóðrás |
Vökva- og elektrólýtajafnvægi |
Meta |
Vökvajafnvægi, vökvagjöf og vökvatap um skurðsár |
Fylgjast með |
Þvagútskilnaði |
Líkamshiti |
Fylgist með og stuðlar að eðlilegum líkamshita sjúklings í aðgerð |
Lega |
Fyrirbyggir skaða á líkama sjúklings |
Rétt legustelling og bólstrun |
Kvíði |
Fræðsla fyrir svæfingu/deyfingu |
Minnkar óöryggi og kvíða. Tekur tillit til óska. |
Stuðlar að kyrrð og ró |
Meðvitundarástand |
|
|
Intra OP: Meðhöndlun og mat á loftvegum
Mikilvægt er að meta loftveg sjúkling fyrir svæfingu til að greina þá sem gæti orðið erfitt að barkaþræða |
Mat á útliti sjúklings: |
Munnur |
Tennur |
Hreyfanleiki háls og höfuðs |
Tæki til loftvegameðhöndlunar |
Maski |
Barkaspegill (laryngoscope) |
Barkarennur (endotracheal tube) |
Kokgríma (Laryngeal mask airway) |
Kokrennur |
Loftvegameðhöndlun í svæfingu |
Barkaþræðing |
Kostir |
Öruggasta aðferðin, ekki takmarkandi í legu, minnkar líkur á aspiration |
Gallar |
Þrýstingskaði á larynx og trachea, skaði í andlit, djúpt sofandi og vöðvaslökun |
Kokgríma (Laryngeal mask/Igel maski) |
Kostir |
Minna inngrip en barkaþræðing og ekki þörf á vöðvaslakandi lyfjum |
Ókostir |
Mengun og möguleg ásvelging |
Post OP: Vöknun
Lyf |
Svæfingalyfjagjöf hætt, vöðvaslakandi lyf upphafin, gefið 100% súrefni. Sjúkl andar sjálfur; intubation fjarlægð. |
Flutningur á vöknun/gjörgæslu |
Mat: |
Súrefnisþörf, lífsmörk, sjúklingur tengdur við moitor. |
Rapport: |
Heilsufar sjúklings, tegundir svæfingar/deyfingar, ástand og líðan í aðgerð |
|